Sundleikfimi hjá sjúkraþjálfurum
Meðgöngusund ® er sundleikfimi fyrir barnshafandi konur. Áhersla er lögð á stöðugleikaþjálfun fyrir mjóbak og mjaðmagrind. Einnig eru gerðar liðkandi og styrkjandi æfingar fyrir allan
líkamann.
Meðgöngusund ® er með opna tíma alla virka daga undir stjórn sjúkraþjálfara og eru þeir útskrifaðir úr læknadeild Háskóla Íslands. Allir kennarnir okkar eru með réttindi í skyndihjálp, björgun í vatni og sundlaugarvörslu.
Meðgöngusund ® hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og er fyrsta sundleikfimin fyrir barnshafandi konur á Íslandi. Góð reynsla er því komin á Meðgöngusund ® og hefur það reynst sérstaklega vel til að minnka verki frá stoðkerfinu, auk þess sem það er bjúgminnkandi. Flestar konur koma vegna meðmæla frá ljósmóður, lækni eða sjúkraþjálfara.
ATH ATH
Frá og með 2. maí 2016 verður breyting á tímunum hjá okkur, bæði tímasetning og staðsetning. Þetta er vegna lokunar vegna viðgerða á Grensáslaug.
Tímarnir eru nú á Reykjalundi á kvöldin og í Hátúni á daginn. Allar upplýngar um viðeigandi sundlaugar og tímasetningar hér á heimasíðunni undir flipunum tímar í boði og sundlaugar.
Sólrún Sverrisdóttir
Vegna mikillar aðsóknar þarf að skrá sig í prufutíma hjá okkur, skráningin fer fram í gegnum netfangið okkar medgongusund@medgongusund.is Við bjóðum eftir sem áður upp á einn frían prufutíma í upphafi.
Hvernig er best að hafa samband við okkur?
Við erum ekki alltaf við símann en hringjum til baka um leið og við getum. Ef þið finnið ekki svör við spurningum ykkar hér á heimasíðunni er best að senda okkur tölvupóst og við svörum við fyrsta tækifæri.
Einnig er hægt að hafa samband við afgreiðslu í Gáska sjúkraþjálfun (starfsmenn í afgreiðslu Grensáslaugar sinna ekki okkar starfsemi).
Sólrún Sverrisdóttir
Sjúkraþjálfari


